

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku á Barnaspítala Hringsins
Við viljum ráða þjónustulipran einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa á móttöku Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða almenna móttöku og símavörslu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum, virka daga sem og um helgar. Starfshlutfall er 90% og ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi. Samskipti sem byggja á virðingu og stuðningi við börnin og fjölskyldur þeirra er mikilvægur þáttur í starfsemi Barnaspítalans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
-
Móttaka, almenn upplýsingagjöf, inn- og útskriftir
-
Símavarsla
-
Innheimta gjalda
-
Birgðaumsjón og frágangur
-
Önnur verkefni í samvinnu við deildarstjóra
-
Heilbrigðisritaramenntun er æskileg, stúdentspróf og/ eða reynsla af ritarastörfum
-
Jákvætt viðmót, þjónustulipurð, samskiptahæfni og fagleg framkoma
-
Nákvæmni í vinnubrögðum, skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Góð tölvukunnátta
-
Hreint sakavottorð
Íslenska
Enska




























































