

Vinnuverndarfulltrúi
Við leitum að drífandi, metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf vinnuverndarfulltrúa á Landspítala.Viðkomandi starfsmaður mun leiða öryggis- og vinnuverndarmál ásamt heilsuteymi mannauðsdeildar á stærsta vinnustað landsins og starfa náið að öryggis- og vinnuverndarmálum með eftirfarandi aðilum:
-
Heilsuteymi mannauðsdeildar
-
Stjórnendum og öryggistrúnaðarmönnum starfseininga
-
Öryggisnefnd Landspítala
-
Fasteignaþjónustu Landspítala
-
Eftirlitsstofnunum með vinnuumhverfi Landspítala
Á mannauðsdeild starfa 22 einstaklingar og heyrir deildin undir rekstrar- og mannauðssvið. Helstu verkefni deildarinnar eru m.a. mótun og innleiðing verklags við mönnun og ráðningarferla, þ.e. öflun umsækjenda, umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsfólks. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, starfsumhverfiskönnunum og umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála, starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
-
Leiða og samræma vinnuverndarmál á Landspítala
-
Sjá til þess að kröfum í vinnuverndarlögum, reglugerðum og stöðlum um vinnuumhverfi sé fylgt í starfsemi spítalans, í samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og öryggistrúnaðarmenn starfseininga
-
Er starfsmaður öryggisnefndar
-
Halda utan um öryggistrúnaðarmenn á starfseiningum og verkefni þeirra
-
Tengiliður spítalans við eftirlitsstofnanir vinnuumhverfis
-
Er vakandi fyrir nauðsynlegum umbótum á vinnuumhverfi og kemur athugasemdum á framfæri við stjórnendur og starfsfólk
-
Skipuleggja og taka þátt í vinnuumhverfismati á starfseiningum (áhættumati starfa) og úttektum ytri eftirlitsstofnana
-
Hafa eftirlit með úrvinnslu og umbótum í samræmi við niðurstöður úttekta, í samvinnu við öryggistrúnaðarmenn og stjórnendur
-
Sinna öðrum þeim verkefnum er varða vinnuvernd og öryggismál sem stjórnendur og/ eða formaður öryggisnefndar felur honum
-
Önnur tilfallandi verkefni í samvinnu við stjórnanda
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Sérhæfð starfsreynsla innan fag- eða starfssviðsins
-
Reynsla af öryggis- og vinnuverndarmálum kostur
-
Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
-
Skipulögð vinnubrögð
-
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
-
Örugg og fagleg framkoma
-
Færni í textameðferð, miðlun og tjáningu
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Enska
Íslenska




















































