

Sjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala Hringsins
Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á barnadeild. Starfshlutfall er 50-100%, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Gott tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkominn sjúkraliða sem býr yfir þekkingu sem og nýútskrifaða sjúkraliða.
Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi. Áhersla er lögð á öryggismenningu og heilnæmt starfsumhverfi þar sem fagfólk býr við sálrænt öryggi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
-
Almenn og sérhæfð hjúkrun
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
-
Skipulag og forgangsröðun starfa í samráði við hjúkrunarfræðinga
-
Þátttaka í þróun og uppbyggingu verkefna á deild
-
Íslenskt sjúkraliðaleyfi
-
Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni og geta til að starfa í teymi
-
Faglegur metnaður og áhugi á barnahjúkrun
-
Hreint sakavottorð
-
Góð íslenskukunnátta
Íslenska




























































