

Sérfræðingur í klínískri lyfjafræði
Lyfjaþjónusta Landspítala auglýsir eftir metnaðarfullum og framsýnum sérfræðingi í klínískri lyfjafræði til að starfa í öflugum faghópi. Starfið felur í sér þróun og umbætur í lyfjaþjónustu, þátttöku í klínísku starfi, faglegri þróun klínískrar lyfjafræði og þverfaglegri samvinnu.
Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, hæfni til að móta jákvætt starfsumhverfi og byggja upp sterka liðsheild. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, eldmóði og hafa áhuga á að starfa með stjórnendum og starfsfólki við að stuðla að framþróun og umbótum í þjónustu sem styður við starfsemi Landspítala.
Lyfjaþjónusta heyrir undir svið klínískrar rannsókna- og stoðþjónustu á Landspítala og ber m.a. ábyrgð á öflun og varðveislu lyfja, lyfjablöndun, lyfjaskömmtun, hefur eftirlit með notkun lyfja á spítalanum og veitir ráðgjöf um lyfjatengd mál til starfsfólks og sjúklinga, ásamt því að taka á móti fjölda nema á hverju ári. Hjá lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 100 einstaklingar í samhentri deild og fást þar við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.
Um er að ræða fullt dagvinnustarf og er starfið laust 1. janúar 2026.
- Vera leiðandi í innleiðingu á samræmdu verklagi þvert á deildir Landspítala og taka þátt í þróun og notkun árangursvísa í samvinnu við stjórnendur
- Þátttaka í faglegri þróun klínískrar lyfjafræði á Landspítala
- Gæða- og umbótastarf í samvinnu við gæðastjóra og stjórnendur
- Þátttaka í klínískum störfum og í teymisvinnu
- Kennsla, þjálfun, ráðgjöf og fræðsla
- Önnur tilfallandi verkefni úthlutuð af stjórnanda
- Meistara- eða doktorspróf í klínískri lyfjafræði eða sambærileg sérmenntun
- Íslenskt starfsleyfi sem lyfjafræðingur og sem sérfræðingur í klínískri lyfjafræði samkvæmt reglugerð nr. 1090/2012
- Reynsla á sviði klínískrar lyfjafræði innan sjúkrahúss
- Geta til að samræma og staðla verklag í samstarfi við stjórnendur, samstarfsfólk og aðrar fagstéttir
- Hæfni til að leiða þróun klínískrar lyfjafræði
- Hæfni til að þróa, mæla og fylgjast með árangurs- og gæðavísum í klínískri lyfjaþjónustu
- Geta og áhugi til að leiða umbótaverkefni sem stuðla að auknu lyfjaöryggi og betri árangri í lyfjameðferð allra sjúklinga
- Þekking á gæðastjórnun og atvikaskráningu
- Hæfni til að vinna samkvæmt lyfjastefnu Landspítala og taka þátt í mótun og framkvæmd hennar
- Framúrskarandi samskiptahæfni í þverfaglegu teymisumhverfi.
- Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku
Enska
Íslenska




























































