

Sérfræðilæknir í lyflækningum krabbameina
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í lyflækningum krabbameina. Starfshlutfall er 50-100% og veitist starfið frá 1. janúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Starfið felur m.a. í sér teymisvinnu með öðrum starfsstéttum og sérgreinum spítalans. Leitast er við að hafa meðferð sjúklinga þannig að hver sjúklingur sem vísað er til sérgreinarinnar fái ábyrgan sérfræðilækni.
- 
Vinna á legu-, dag- og göngudeild ásamt vaktþjónustu við krabbameinslækningadeild 
- 
Vinna við samráðskvaðningar á aðrar deildir Landspítala og þátttaka í samráðsfundum 
- 
Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samvinnu við yfirlækni 
- 
Þróun á umbótaverkefnum og bættum verkferlum 
- 
Ráðgjöf og þjónusta á sjúkrahúsum á landsbyggðinni er varðar krabbameinssjúklinga 
- 
Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum með krabbameinslækningar sem undirsérgrein eða íslenskt sérfræðileyfi í krabbameinslækningum 
- 
Breið þekking og reynsla í krabbameinslækningum 
- 
Reynsla og þekking í meðferð brjóstakrabbameina er kostur 
- 
Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum 
 Enska
Enska Íslenska
Íslenska






















































