

Hjúkrunarfræðingur - Dagvinna á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Skemmtilegt og lærdómsríkt starf - frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - tækifæri til að þróa hæfni í geðhjúkrun, málastjórn, teymisvinnu og samskiptum.
Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild í geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Deildin er bæði legu- og dagdeild. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma.
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 einstaklingar og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku hjúkrunarfræðinga og annarra fagstétta þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Hjúkrunarfræðingar í geðþjónustu Landspítala hafa tækifæri til þess að hljóta sérhæfða fagþjálfun hjá sérfræðingi í geðhjúkrun sem hefur reynst vel fyrir starfsþróun og framgang í starfi.
Starfshlutfall er 70-100% og er um dagvinnu að ræða, ásamt því að bakvaktir tilheyra starfinu eftir sex mánaða reynslutíma. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi.
- Fjölbreytt meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu deildarinnar
- Virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun í starfi deildarinnar
- Málastjórn fyrir einstaklinga sem sækja þjónustu sem felur í sér almenna uppvinnslu, greiningu á einkennum, færni og getu sem og gerð meðferðaráætlana
- Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi
- Markvisst samstarf með fjölskyldum/ aðstandendum
- Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi sem og einlægur áhugi á geðhjúkrun og öllu sem því starfi tengist, sér í lagi að starfa með ungu fólki
- Mjög góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Færni til að hafa góða yfirsýn yfir fjölþætt starf deildarinnar
- Jákvæðni og sveigjanleiki gagnvart hinum ýmsu störfum sem til falla í starfsemi deildarinnar
- Góð íslenskukunnátta
Íslenska














































