

Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundafirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingu á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundafirði.
Á heilsugæslunni er lagt upp með mikla teymisvinnu, þar starfa hjúkrunarfræðingar ásamt sjúkraliða, læknum, sjúkraflutningamönnum, heilbrigðisgagnafræðingi ofl.
Starfshlutfall er mjög sveigjanlegt þar sem hægt er að koma t.d viku og viku í senn og staðan er laus frá og með 1 sept 2025,
Frítt húsnæði er í boði.
Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma hjúkrun skjólstæðinga á faglegum forsendum, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og stefnu HVE.
Vinnur undir stjórn yfirhjúkrunarfræðings og ber faglega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á störfum sínum skv. Siðareglum hjúkrunarfræðinga.
Ber ábyrgð á að framfylgja reglum um hreinlæti og smitgát á stofnuninni.
Sýnir faglegan metnað og færni og leitast við að viðhalda þekkingu sinni og stuðlar að framþróun í hjúkrun.
Þekkir og vinnur eftir Lögum um heilbrigðisstarfsmenn 34/2012.
Starfið felur í sér skólahjúkrun í barnaskólum Ólafsvíkur og Grundafjarðar sem og Fjölbrautarskóla Snæfellinga ásamt hjúkrunarverkefnum á Kvíabryggju.
Starfið felur í sér sveigjanleika þar sem verkefnum heilsugæslunnar er forgangsraðað og sinna þarf tilfallandi störfum heilsugæslunnar utan skólahjúkrunar.
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi.
-
Diplomanám í heilsugæsluhjúkrun er kostur.
-
Reynsla í skólahjúkrun og heilsugæsluhjúkrun er kostur.
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
-
Hæfni í mannlegum samkiptum er skilyrði.
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði.
Frítt húsnæði er í boði.
Íslenska










