
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.

Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimili HVE Hvammstanga
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum á hjúkrunarheimili HVE Hvammstanga. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Á hjúkrunarheimilinu Hvammstanga er gott að starfa og ríkir sérstaklega hlýr og góður starfsandi þar sem mikið er lagt upp úr góðri teymsivinnu allra starfshópa með fagmennsku, umhyggju og virðingu fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra að leiðarljósi.
Starfið felur í sér hjúkrun á sviði öldrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.
- Starfsleyfi landlæknis.
- Reynsla af hjúkrun er kostur.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf.
Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur10. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Spítalastígur 1, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Ert þú hjúkrunarfræðingurinn sem við leitum eftir!
Landspítali

Hjúkrunarnemar 3. og 4. árs á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur Skjólgarði, Hornafirði
Skjólgarður hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundafirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hjúkrunarfræðingur á HVE, heilsugæslan í Borgarnesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hjúkrunarfræðingur á stofu munn- og kjálkaskurðlækna
Breiðaklöpp

Aðstoðardeildarstjóri á Skjóli, blundar í þér stjórnandi?
Skjól hjúkrunarheimili

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skurðhjúkrunarfræðingur / hjúkrunarfræðingur á skurðstofu
Klíníkin Ármúla ehf.