Klíníkin Ármúla ehf.
Klíníkin Ármúla ehf.

Skurðhjúkrunarfræðingur / hjúkrunarfræðingur á skurðstofu

Klíníkin stækkar – leitum að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum á skurðgang!

Klíníkin Ármúla hefur nýverið tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði sem býður upp á frábæra aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á næstu mánuðum stendur til að opna fleiri skurðstofur og því vantar okkur öfluga skurðhjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinga í okkar teymi!

Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni við hjúkrun aðgerðarsjúklinga, undirbúning og aðstoð í skurðaðgerðum. Við leitum að einstaklingi sem vill vinna í öflugu teymi þar sem öryggi, samvinna og fagleg þróun heilbrigðisþjónustu eru höfð að leiðarljósi.

Um starfið:

  • Starfshlutfall: 80–100%
  • Vinnutími: Virkir dagar á dagvinnutíma.
  • Ráðning er hugsuð til lengri tíma
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hjúkrun og umönnun aðgerðarsjúklinga fyrir, í og eftir aðgerð.
  • Undirbúningur og aðstoð við skurðaðgerðir.
  • Umsjón með búnaði, tækjum og skurðáhöldum.
  • Teymisvinna og þátttaka í umbótastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi skráð hjá Embætti landlæknis.
  • Menntun í skurðhjúkrun er æskileg, en ekki skilyrði.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögð.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á faglegri þróun og að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu þjónustunnar.
Auglýsing birt26. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar