Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hjúkrunarfræðingur á HVE, heilsugæslan í Borgarnesi

Hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingu á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Á heilsugæslunni er lagt upp með mikla teymisvinnu, þar starfa hjúkrunarfræðingar ásamt sjúkraliða, læknum, sjúkraflutningamönnum, heilbrigðisgagnafræðingi ofl. Staðan er laus frá 1. des 2025

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma hjúkrun skjólstæðinga á faglegum forsendum, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og stefnu HVE.
  • Vinnur undir stjórn yfirhjúkrunarfræðings og ber faglega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á störfum sínum skv. Siðareglum hjúkrunarfræðinga.
  • Ber ábyrgð á að framfylgja reglum um hreinlæti og smitgát á stofnuninni. Sýnir faglegan metnað og færni og leitast við að viðhalda þekkingu sinni og stuðlar að framþróun í hjúkrun. Þekkir og vinnur eftir Lögum um heilbrigðisstarfsmenn 34/2012.
  • Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á heilsugæslu, t.d. skólahjúkrun, lífsstílsmóttöku og önnur störf sem tilheyra hjúkrun á heilsugæslustöðinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi.

  • Diplomanám í heilsugæsluhjúkrun er kostur

  • Góð íslenskukunnátta.

  • Hæfni í mannlegum samkiptum.

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fríðindi í starfi

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja

  • Staðfest afrit af hjúkrunarleyfi

  • Staðfesting á námi, námskeiðum og námi sem nýtist í starfi.

  • Upplýsingar um ónæmisaðgerðir

  • Ferilskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sótt er um á starfatorg.is.

Starfshlutfall er 70%

Umsóknarfrestur er til og með 10.11.2025

Nánari upplýsingar veitir

Oddný Eva Böðvarsdóttir

Tölvupóstur: [email protected]

Sími: 4321430

Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur10. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgarbraut 65, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar