Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur

Hjúkrunarfræðingur – Aðstoðardeildarstjóri, Sóltún Heilsusetur.

Við hjá Sóltúni leitum að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til starfa sem aðstoðardeildarstjóri á Heilsusetrinu okkar í Hafnarfirði.

Á Heilsusetrinu eru 39 skjólstæðingar sem dvelja í þverfaglegri endurhæfingu í 4 til 6 vikur. Um er að ræða einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu, með það að markmiði að viðhalda og auka virkni skjólstæðinga í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Í boði er fullt starf í dagvinnu en starfshlutfall er samkomulagsatriði. Íslenskukunnátta er skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur starfsemi deildarinnar í samráði við deildarstjóra.
  • Ber ábyrgð á verkefnum sem deildarstjóri útdeilir.
  • Ber ábyrgð á framkvæmd hjúkrunar, rekstri og mönnun deildarinnar í samráði við deildarstjóra.
  • Staðgengill deildarstjóra.
  • Sinnir markvissri fræðslu til dvalargesta og starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi.
  • Leiðtogahæfni og áhugi á stjórnun.
  • Afburða samskiptahæfni.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Framhaldsmenntun er kostur.
  • Stjórnunarreynsla er kostur.
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Velferðartorg
Nánari upplýsingar veitir:

Fjóla Bjarnadóttir, forstöðumaður á netfangið [email protected]

Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar