

Skrifstofustjóri yfirstjórnar
Skrifstofa forstjóra Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra yfirstjórnar. Leitað er eftir öflugum einstaklingi til að annast fjölbreytt starf í samvinnu við forstjóra og forstöðumann skrifstofunnar sem og annað starfsfólk skrifstofu forstjóra. Rík áhersla er lögð á sjálfstæði og frumkvæði í starfi auk mikillar samskiptafærni.
Skrifstofan hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi, rekstur og verkefni Landspítala, hefur umsjón með helstu stjórnsýsluerindum sem að spítalanum snúa, þ.m.t. samskiptum við ráðuneyti, Alþingi og aðra opinbera aðila. Þá aðstoðar skrifstofan klínísk svið spítalans við lögfræðileg álitamál og stoðsvið spítalans við mannauðsmál, samningagerð, innkaup og útboð. Undir skrifstofuna heyrir einnig skjalastjóri, persónuverndarfulltrúi, innri endurskoðandi, talskona sjúklinga og samskiptateymi spítalans sem hefur yfirumsjón með innri og ytri samskiptum stofnunarinnar. Þá starfar verkefnastofa spítalans í nánum tengslum við skrifstofu forstjóra en þar eru unnin verkefni þvert á starfsemi spítalans.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
- Stuðningur við skrifstofuhald og umsjón með starfsemi og verkefnum skrifstofunnar, m.a. skráning, yfirferð og umsýsla erinda, skipulag funda, fundargerða og eftirfylgni erinda
- Greining, yfirferð og þátttaka í úrlausn stjórnsýsluerinda
- Samskipti við önnur stjórnvöld um málefni á verksviði stofnunarinnar
- Upplýsingaöflun, miðlun og frágangur skjala í málaskrá og ljósmynda í ljósmyndasafni
- Önnur verkefni innan skrifstofunnar á sviði skjalavistunar, úrvinnslu og umsjónar gagna og stuðnings við framsetningu og vistun skjala
- Viðeigandi¿menntun á háskólastigi
- Þekking og reynsla af störfum innan opinberrar stjórnsýslu
- Framúrskarandi hæfni í skipulögðum vinnubrögðum og reynsla af úrvinnslu stjórnsýsluerinda
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði. Góð enskukunnátta er kostur
- Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun skjalavistunarkerfa
- Hæfileiki til að tileinka sér nýjungar
- Hæfni til að miðla upplýsingum til ólíkra hópa
- Samskipta- og leiðtogahæfni sem og rík þjónustulund
Íslenska


































