

Sjúkraliði á útskriftardeild aldraðra
Útskriftardeild aldraðra (L2) auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraliða. Deildin byggir á endurhæfingu fyrir 60 ára og eldri sem útskrifast heim til sín tveimur til sex vikum frá innlögn á deildina. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Leitað er eftir öflugum sjúkraliða sem hefur getu og ánægju af samstarfi við aldraða. Í boði er gefandi og fjölbreytt starf þar sem stefnan er að útskrifa skjólstæðinga heim eftir endurhæfingu. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk á deild.
Tekið er vel á móti nýju starfsfólki og góð aðlögun er í boði. Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík og er andinn í húsinu einstakur.
Starfshlutfall getur verið 60-100% og er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
-
Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
-
Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
-
Virk þátttaka við endurhæfingu sjúklinga
-
Þátttaka í teymisvinnu
-
Íslenskt sjúkraliðaleyfi
-
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
-
Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
-
Góð íslenskukunnátta
-
Áhugi á hjúkrun aldraðra
Íslenska




























































