

Sjúkraliði á öldrunalækningadeild L3 Landakoti
Við viljum ráða sjúkraliða til starfa sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða.
Öldrunarlækningadeild L3 er staðsett á Landakoti, í hjarta Reykjavíkur, í fallegu og friðsælu umhverfi. Þar dvelja sjúklingar með gilt færni- og heilsumat sem bíða eftir vistun á hjúkrunarheimili. Áhersla er lögð á nærgætin samskipti, mannúðlega nálgun og jákvætt framlag hvers og eins. Við vinnum saman og fögnum nýjum röddum, sjónarhornum og hugmyndum.
Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Bryndísi, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Íslenska




























































