

Íþróttamenntaður starfsmaður - Fjölbreytt starf á Barna- og unglingageðdeild
Barna-og unglingageðdeild Landspítala leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi með menntun á sviði íþróttafræði til starfa. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf þar sem þverfagleg teymisvinna og fjölskylduvinna er í forgrunni.
BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legu-/dagdeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð þriðja stigs heilbrigðisþjónusta vegna geðræns vanda barna og unglinga. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil áhersla lögð á nána samvinnu við fagaðila í nærumhverfi skjólstæðinga deildarinnar.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.
Hér er einstakt tækifæri fyrir íþróttamenntaðan einstakling að vera sjálfstæður í starfi og taka þátt í þróun og mótun þjónustunnar. Um er að ræða nýtt starf og æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%.
Meginhlutverk viðkomandi verður að sinna málum skjólstæðinga á dag- og legudeild BUGL, sérstaklega börn og ungmenni sem eru í þjónustu deildarinnar og eru að glíma við margvíslegan geðrænan vanda og þurfa oft hvatningu og aðstoð til þess að komast aftur inn í daglega virkni og auka úthald. Viðkomandi starfsmaður verður virkur þátttakandi í þverfaglegu teymi dagdeildar, sinnir tenglahlutverki, tekur þátt í gerð meðferðaráætlana og fylgir málum eftir á meðan málavinnslu stendur á dag-og legudeild. Þá er mikilvægt að viðkomandi veiti ráðgjöf til barns/ unglings, forsjáraðila/ aðstandenda og nærumhverfi hvað varðar daglega virkni. Er með umsjón málavinnslunnar þegar það á við.
-
Umsjón með vinnslu og utanumhald mála
-
Veitir ráðgjöf og tekur þátt í að koma skjólstæðingum í virkni og auka úthald
-
Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun
-
Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsmiðuðum áætlunum
-
Virk þátttaka í fjölbreyttu þverfaglegu starfi deildarinnar
-
Önnur verkefni sem metin eru mikilvæg fyrir skjólstæðinga deildarinnar
-
Mótun starfs íþróttamenntaðs fagaðila í samvinnu við teymisstjóra og stjórnendur
-
Háskólamenntun á sviði íþróttafræði, íþróttasálfræði eða sambærileg menntun
-
Faglegur metnaður, ábyrgð í starfi og mikill áhugi á að starfa með fólki
-
Þekking á sálmeinafræði barna og unglinga er kostur
-
Fyrri reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur
-
Lausnamiðuð nálgun, hugmyndaauðgi og sköpun
-
Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
-
Jákvæðni og sveigjanleiki
-
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
-
Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar
-
Góð íslenskukunnátta, í mæltu og rituðu máli
-
Hreint sakavottorð
Íslenska




























































