

Hjúkrunarfræðingur á hjarta- og æðaþræðingastofu
Við leitum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi til starfa á hjarta- og æðaþræðingarstofu Landspítala við Hringbraut. Starfið er laust frá 1. janúar 2026 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Á hjarta- og æðaþræðingarstofu starfar um 13 manna samhent teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Þar eru gerðar hjartaþræðingar, kransæðavíkkanir, gangráðsísetningar, raflífeðlisfræðilegar rannsóknir/ aðgerðir og fleira sem tengist hjartasjúkdómum. Í hjartalækningum er mjög hröð framþróun og vel er fylgst með nýjungum á því sviði.
Unnið er í dagvinnu og gert er ráð fyrir að viðkomandi sinni bakvöktum eftir að þjálfun lýkur.
Hjarta- og æðaþræðingarstofur eru hluti af kjarnaþjónustu Landspítala við sjúklinga með hjartasjúkdóma. Mikil samvinna er á milli þjónustueininga kjarnans hvað varðar ferli sjúklinga eftir því hvar þeir eru staddir í sinni meðferð og hjúkrunar.
-
Vinna við hjartaþræðingar og aðgerðir þeim tengdum
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi
-
Reynsla af hjúkrun hjartasjúklinga eða gjörgæsluhjúkrun
-
Hæfni og áhugi til að starfa í teymi
-
Frumkvæði, faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
-
Góð íslenskukunnátta
Íslenska




























































