

Félagsráðgjafar í félagsráðgjafaþjónustu
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum félagsráðgjöfum til starfa á Landspítala. Viðkomendur þurfa að búa yfir færni til að vinna að lausnum og hafa metnað til að veita framúrskarandi þjónustu.
Um er að ræða faglega krefjandi störf á spennandi vettvangi fyrir félagsráðgjafa sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Störfin eru á ólíkum einingum innan Landspítala.
Landspítali býður upp á góða aðlögun fyrir nýútskrifaða félagsráðgjafa sem og reyndari með markvissri handleiðslu og fræðslu. Fjölbreytt tækifæri eru til sí- og endurmenntunar.
Á Landspítala starfa um 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum sem sinna margþættri þjónustu við sjúklinga á mismunandi deildum. Landspítali er fjölskylduvænn vinnustaður og býður upp á heilsueflandi vinnuumhverfi, samgöngusamninga og 36 stunda vinnuviku.
Ráðning er frá 20. nóvember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
-
Aðstoða sjúklinga og aðstandendur við að leita félagslegra réttinda
-
Samvinna við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
-
Fræðsla til sjúklinga, aðstandenda, samstarfsfólks og starfsfólks annarra stofnana
-
Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur við að takast á við breytingar sem verða í kjölfar veikinda
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
-
Þátttaka í þróunarverkefnum sem efla þjónustu við sjúklinga
-
Milliganga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samkvæmt lögum
-
Stuðlar að góðum starfsanda og menningu sálræns öryggis
-
Íslenskt starfsleyfi félagsráðgjafa
-
Áhugi á félagsráðgjöf á heilbrigðissviði
-
Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í teymi
-
Reynsla af vinnu með fjölskyldum er kostur
-
Reynsla og þekking á félagslegum úrræðum og samstarfi stofnana
-
Hugarfar þar sem leitast við að ná stöðugum árangri
-
Geta til að vinna undir álagi
-
Góð tölvufærni
-
Frumkvæði, framsýni og lausnamiðuð hugsun
-
Góð íslenskukunnátta
Íslenska
Enska






















































