Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur

Barnavernd Reykjavíkur óskar eftir ráðgjafa til starfa. Um er að ræða tímabundna stöðu. Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum og eftirfylgni ákvarðana umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og mat tilkynninga um óviðunandi aðbúnað barna og unglinga skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002.
  • Könnun á aðbúnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana.
  • Meðferð, stuðningur og eftirlit í barnaverndarmálum
  • Þátttaka í teymisvinnu og þverfagleg samvinna við aðrar starfseiningar á velferðarsviði, og öðrum sviðum borgarinnar sem sinna þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af vinnslu barnaverndarmála er æskileg.
  • Þekking og reynsla af vinnu með börnum og fjölskyldur.
  • Framúrskarandi lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á í íslensku og ensku.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Íslenskukunnátta C1 og enskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Auglýsing birt29. október 2025
Umsóknarfrestur13. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar