Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna

Í íbúðakjarnanum búa íbúar með tívíþættan vanda, þar sem veitt er sólahringsþjónusta. Markmið með þjónustu íbúðakjarnans er að mæta þörfum íbúa á heimilum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Íbúum er veitt ráðgjöf og sértækur stuðningur með það að markmiði að efla vald íbúa yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd, sjálfstraust, sjálfsvirðingu, félagslega stöðu og lífsgæði.Þjónustan tekur mið af hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn, skaðaminnkandi nálgun og áfallamiðaðri nálgun, þar sem rík áhersla er lögð á notendasamráð við íbúa.

Æskilegt starfshlutfall er 70 - 95%, þar sem unnið er á dag-, kvöld-, nætur og helgarvöktum.

Hringbraut 79 er regnbogavottaður vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð

Framfylgir þjónustuáætlunum og vinnur samkvæmt verklagsreglum

Veitir einstaklingsmiðaðan stuðning við athafnir daglegs lífs

Styður íbúa við að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi

Veita íbúum félagslegan stuðning

Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa

Önnur starfstengd verkefni sem stjórnendur kunna að gefa

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð almenn menntun

Umburðalyndi og virðing fyrir fólki með flóknar og miklar þjónustuþarfir

Áhugi á skaðaminnkandi nálgun

Hæfni til að takast á við krefjandi verkefni undir leiðsögn stjórnenda

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Bílpróf

Islenskukunnátta C-1 (í samræmi við evrópskan tungumálaramma)

Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar

Fríðindi í starfi

Styttri vinnuvika

Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir

Sund- og menningarkort

Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur14. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar