

Starfsfólk í nýja skammtímadvöl fyrir fatlaða einstaklinga
Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir starfsfólki í hlutastörf í nýrri þjónustueiningu í skammtímadvöl fyrir fatlað fólk. Starfshlutföll eru mismunandi en unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum.
Helstu markmið með starfinu er að leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði þjónustunotenda og stuðla að valdeflingu þeirra. Áhersla er lögð á að veita þjónustunotendum persónulegan stuðning í daglegu lífi sem sniðin er að þörfum þeirra og skapa þeim skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum, sbr. 19.gr. samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ásamt því að stuðla að þátttöku þeirra í samfélaginu með tilliti til mismunandi þarfa og getu.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn og er starfið skipulagt samkvæmt lögum nr. 38/2018 um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.1037/2018 auk tengdra reglugerða.
Um er að ræða stöður í vaktavinnu í skammtímadvöl fyrir fullorðna.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
· Að taka þátt í faglegu starfi með þjónustunotendum
· Að tileinka sér og vinna eftir hugmyndafræði málefnum fatlaðra
· Að taka þátt í mótun og að veita einstaklingsmiðaða persónulega þjónustu
· Að efla og styðja þjónustunotendur við allar athafnir daglegs lífs og félagslega þátttöku
· Að taka þátt í að efla frumkvæði, færni og sjálfstæði þjónustunotenda
· Góð íslenskukunnátta er skilyrði
· Félagsliðamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Reynsla af störfum með fötluðum æskileg
· Sveigjanleiki, frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni í starfi
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót
· Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur












