
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Norðurmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliða til starfa í heimahjúkrun á Sléttuveg. Um er að ræða ótímabundið starf í vaktavinnu í 100% starfshlutfalli á sólarhringsstað.
Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega sem hafa fjölbreyttar hjúkrunarþarfir.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélagi Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar.
- Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega.
- Taka virkan þátt í starfsemi teymis.
- Sinna sérhæfðri hjúkrunarmeðferð í samráði við teymisstjóra.
- Taka þátt í eftirfylgni og mati á hjúkrunaráætlunum í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Starfsleynsla sem sjúkraliði í 3-5 ár
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð samskipta-og skipulagshæfni
- Íslenska, gott málfar og góður frágangur á texta (B1-B2-skv.evrópska tungumálarammanum)
- Reynsla af teymisvinnu og vinna með hjúkrunaráætlun er kostur
- Þekking á sjúkraskrákerfinu SÖGU æskilegt
- Viðbótarnám er æskilegt
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
- 36 stunda vinnuvika
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur6. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri málefna fatlaðs fólks
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Jákvætt og hjartahlýtt starfsfólk óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliði á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Landspítali

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Teymisstjóri í stuðningsþjónustu
Hafnarfjarðarbær

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Sjúkraliði á hjartadeild
Landspítali

Skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins - helgarvinna á laugardögum í Ylju
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Sjúkraliði vaktavinna á meðgöngu- og sængurlegudeild
Landspítali

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi - Spennandi störf á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Sjúkraliðar á geðgjörgæslu 32C
Landspítali

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða sjúkraliða á bráðamóttöku Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ritari á augnlæknastöð
Augnlæknar Reykjavíkur

Sjúkraliði á bráðalyflækningadeild A2 Fossvogi
Landspítali