

Sjúkraliðar á geðgjörgæslu 32C
Sjúkraliðar óskast til starfa með okkur á geðgjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut. Við leitum að metnaðarfullum sjúkraliðum sem hafa áhuga á að starfa með fólki með bráðan geðrænan vanda. Á geðgjörgæslu 32C er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi.
Á deildinni starfa um 50 einstaklingar í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Spennandi vettvangur fyrir sjúkraliða sem hafa áhuga á að dýpka þekkingu sína í geðhjúkrun. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun. Upphafstími ráðningar er frá 15. nóvember 2025 eða skv. nánara samkomulagi. Starfið er í vaktavinnu og er starfshlutfall 80-100%.






























































