
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 73 íbúar í hjúkrunarrýmum , auk þess er tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.
Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Höfði - Hjúkrunarfræðingar
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu með bakvöktum.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Fagleg hæfni og metnaður
• Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
Vinnutími og starfshlufall er samkomulagsatriði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri, sími 856-4304, netfang [email protected].
Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurMetnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í Dagdvalir og heimaþjónustu - Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi
Landspítali

Ljósmóðir - Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Málastjóri í Laufeyjarteymi
Landspítali

Skemmtilegt starf í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær

Viðskiptastjóri
Vistor

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins