

Starfsfólk í Dagdvalir og heimaþjónustu - Sólvangur
Langar þig til að starfa í fjölbreyttu og gefandi starfsumhverfi og um leið auðga líf fólks á efri árum?
Dagdvalir Sólvangs og Sóltún Heima leita að starfsfólki með hjartað á réttum stað.
Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun, ásamt almennri dagdvöl. Sóltún Heima býður upp á alhliða heimaþjónustu fyrir þau sem á þurfa að halda vegna heilsubrests.
Við leitum að almennu starfsfólki sem hafa áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni.
Opið er virka daga frá kl. 8:00-16:00. Í boði er 80% starfshlutfall í dagvinnu.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára, með hreint sakavottorð og bílpróf.
Markmið dagdvalar
Að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun.
Að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.
Áhersla er lögð á sjálfræði, samveru og samvinnu.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda. Einstaklingar á öllum aldri eru hvattir til að sækja um. Sólvangur er jafnlaunavottað fyrirtæki og greiðir laun samkvæmt kjarasamning viðkomandi stéttarfélags og SFV.
- Aðstoð við persónulegar þarfir
- Veita félagsskap
- Aðstoða við innkaup
- Létt heimilisstörf
- Fara á kaffihús eða í bíltúr
- Fjölbreytt hópastarf
- Hreyfing, inni og úti
- Færni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Jákvæðni
- Góð íslenskukunnátta
- Bílpróf
- Samgöngustyrkur
- Íþróttastyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Velferðartorg












