

Íþróttamenntað starfsfólk í geðþjónustu
Við á Laugarásnum meðferðargeðdeild leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum með menntun á sviði íþróttafræði til starfa. Markmið starfsins er að stuðla að líkamlegu heilbrigði og virkni skjólstæðinga innan geðþjónustu Landspítala.
Íþróttamenntað starfsfólk í geðþjónustu vinnur saman þvert á deildir og teymi innan þjónustunnar. Leitað er að starfsfólki sem starfar fyrst og fremst í Virknisetri á Hringbraut og þjónustar inniliggjandi skjólstæðinga geðþjónustunnar.
Störfin eru í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðra meðferðaraðila.
Rík áhersla er lögð á starfsþróun og er meðal annars boðið er upp á þjálfun í áhugahvetjandi samtali sem og handleiðslu. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku starfsmanna þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Óskað er eftir starfsfólki í 80-100% til afleysingar í hálft ár. Ráðning er frá 15. nóvember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.





























































