

Hjúkrunarfræðingur á útskriftardeild aldraðra
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt starfsumhverfi?
Við leitum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi í vaktavinnu sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða. Góður starfsandi er ríkjandi á deildinni sem einkennist af teymisvinnu og lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk.
Útskriftardeild aldraðra (L2) Landakoti er með 16-18 sólahringsrými fyrir aldraða einstaklinga sem þurfa 1-6 vikna endurhæfingu eftir bráðveikindi. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Tekið er vel á móti nýju starfsfólki og góð aðlögun er í boði. Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík og er andinn í húsinu einstakur. Næsti yfirmaður er Heiða Björk Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á útskriftardeild aldraðra og er áhugasömum velkomið að hafa samband.
Starfshlutfall er 50-100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
-
Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
-
Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu við helstu fagstéttir endurhæfingar
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi
-
Faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni
-
Jákvætt viðhorf, frumkvæði í starfi
-
Hæfni og geta til að starfa í teymi
-
Góð íslenskukunnátta
Íslenska




























































