
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Norðurmiðstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðings á Sléttuvegi. Um er að ræða tímabundið starf í fullu starfi á dagvinnutíma, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur hjúkrunarfæðinga og sjúkraliða við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Samvinna og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Hér er lögð rík áhersla á teymisvinnu, samráð og styðjandi starfsumhverfi. Sífellt er verið að vinna að umbótum og er starfið einstakt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja fjölbreytni og áskorun í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
- Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu teymisins
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
- Vitjar skjólstæðinga og sinnir sérhæfðri hjúkrun
- Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
- Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
- Samskipti við heilbrigðisstofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af stjórnun og teymisvinnu kostur
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Sund-og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurOpinber stjórnsýslaTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingur í verkefnavinnu samhliða klínisku starfi á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í heimaöndunarvélateymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á útskriftardeild aldraðra
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild L3
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á hjarta- og æðaþræðingastofu
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Landspítali

Lánastjóri í Húsnæðislánaþjónustu
Íslandsbanki

Hjúkrunarfræðingur í þrýstisokkamælingar
Stoð

Medical Writer - Clinical Evaluation
Nox Medical

Við leitum að sálfræðing
Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarfræðingur í teymið okkar
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Laus störf við umönnun
Mörk hjúkrunarheimili