

Íþrótta- og frístundatengill
Við leitum að öflugum starfskrafti til að stýra tilraunarverkefni sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna, barna með fötlun og þeirra sem búa við fátækt, í íþrótta- og tómstundastarfi. Verkefnið miðar að inngildingu, auknu framboði íþróttagreina og styrkingu íþrótta- og frístundastarfs í hverfinu.
• Vera tengiliður milli barna, foreldra og íþróttafélaganna, þ.m.t. aðstoða við skráningu, nýtingu Frístundakorts og önnur úrræði.
• Koma að móttöku nýrra iðkenda í félögin og fylgja þeim eftir í fyrstu skrefum þátttöku.
• Vera ráðgjafi fyrir þjálfara og starfsfólk félaganna með sérfræðiþekkingu í menningarnæmi.
• Stuðla að virkni foreldra í sjálfboðaliðastarfi íþróttafélaganna og hvetja til samfélagsþátttöku.
• Efla samstarf við grunnskóla í hverfinu og styðja við tilraunir til að færa íþróttastarf hluta til inn á skólatíma.
• Leita eftir og virkja svokallaða „Menningasendiherra“ – einstaklinga úr samfélögum innflytjenda – til að aðstoða við tengslamyndun og traustsmyndun.
• Safna reglulega upplýsingum og miðla reynslu með það að markmiði að verkefnið nýtist sem fyrirmynd í öðrum hverfum borgarinnar síðar meir.
• Reynsla af samfélagsvinnu, frístunda- eða íþróttastarfi er æskileg.
• Góð samskiptafærni og reynsla af vinnu með fólki af ólíkum menningarbakgrunni.
• Þekking á Frístundakortinu og skipulögðu íþróttastarfi er kostur.
• Þekking og/eða reynsla af menningarnæmi og fjölmenningarstarfi.
• Íslenskukunnátta og a.m.k. eitt algengt tungumál í hverfinu (t.d. arabíska, spænska eða pólska) er mikill kostur.
Íslenska
Enska










