Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á styrkjaskrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsókna- og vísindastarf skólans. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi og eftirliti með erlendum rannsóknaverkefnum, m.a. með ráðgjöf og rýni á samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit og rýni fjárhagsuppgjöra vegna erlendra rannsóknarverkefna
  • Tryggja samræmd vinnubrögð vegna umsókna í erlenda sjóði og rekstur rannsóknaverkefna innan Háskóla Íslands, t.d. með gerð ferla, leiðbeininga, yfirlestri, ráðgjöf og samskiptum við hagsmunaaðila
  • Aðstoð við verkefnastjórn erlendra rannsóknarverkefna og stuðningur við rannsakendur
  • Miðlun upplýsinga um reglur styrkveitenda sem fjármagna rannsóknir
  • Þáttaka í innleiðingu stefnu HÍ um rannsóknatengd málefni
  • Fræðsla til samstarfsfólks innan Háskóla Íslands
  • Umsjón með styrkjatengdri upplýsingasíðu á innri vef Háskólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á sviði rannsókna og nýsköpunar og/eða umsóknaskrifum og utanumhaldi alþjóðlegra verkefna er æskileg 
  • Reynsla af fjárhagsbókhaldi er kostur
  • Þekking á styrkjakerfi rannsókna og nýsköpunar og helstu alþjóðlegu rannsóknasjóðum (H2020, Horizon Europe, Nordforsk, NIH, EEA Grants,  o.s.frv.) er kostur
  • Íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti 
  • Hæfni í að setja fram upplýsingar á hnitmiðaðan og skýran hátt
  • Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Excel og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og rík þjónustulund
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar