Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Verkefnisstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Náttúruverndarstofnun leitar að öflugum og lausnamiðuðum verkefnisstjóra til að leiða samræmingar- og þróunarverkefni innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Starfið felur í sér víðtækt samstarf við þjóðgarðsverði, svæðisstjórn og aðra hagaðila með það að markmiði að efla starfsemi þjóðgarðsins og tryggja samræmi og gæði í rekstri og náttúruvernd.

Verkefnisstjóri starfar í nánu samstarfi við þjóðgarðsverði á öllum svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs og aðra stjórnendur í stofnuninni. Æskilegt er að starfstöð verkefnastjóra sé á einni af meginstarfsstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs sem eru staðsettar á Höfn í Hornafirði, í Skaftafelli, á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit, Ásbyrgi og Fellabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við starf svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, m.a. undirbúningur, umsjón og úrvinnsla funda í samstarfi við þjóðgarðsverði og aðra stjórnendur.

  • Tengiliður milli þjóðgarðsvarða og annarra stjórnenda Náttúruverndarstofnunar við svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.

  • Yfirsýn yfir starfsemi þjóðgarðsins og samstarf þvert á skipulagseiningar varðandi málefni þjóðgarðsins.

  • Samhæfing og stuðningur við verkefni þjóðgarðsvarða á svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í samstarfi við svæðisstjórn og aðra stjórnendur í Náttúruverndarstofnun.

  • Leiða þverfagleg verkefni og stuðla að samstarfi við tengiliði á svæðum þjóðgarðsins ásamt samstarfi við önnur friðlýst svæði.

  • Þátttaka í þróun og innleiðingu verklagsreglna og gæðaferla.

  • Umsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun í tengslum við verkefni Vatnajökulsþjóðgarðs.

  • Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu stefnu fyrir þjóðgarðinn, þar á meðal markmiða í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu eða hæfni til að leiða verkefni og teymi er skilyrði.

  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.

  • Mjög góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Leiðtogahæfni og sveigjanleiki í fjölbreyttum verkefnum.

  • Þekking á náttúruvernd og opinberri stjórnsýslu er kostur.

  • Reynsla af verkefna- eða skjalastjórnunarkerfum er kostur.

  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur13. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 4, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar