Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Fjármálastjóri

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir eftir metnaðarfullum og árangursdrifnum einstaklingi í starf fjármálastjóra.

Borgarbyggð er kraftmikið sveitarfélag á Vesturlandi sem býr yfir fjölbreyttu mannlífi og öflugri þjónustu. Sveitarfélagið hefur verið í vexti undanfarin ár bæði varðandi íbúafjölda og atvinnuuppbyggingu og leggur áherslu á góða þjónustu, öfluga stjórnsýslu, faglegt starf og samfélagslega ábyrgð.

Nýjum fjármálastjóra býðst tækifæri til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og vexti sveitarfélagsins. Fjármálastjóri er leiðandi og mótandi í starfi sínu og hefur frumkvæði að lausn verkefna, veitir ráðgjöf og hefur yfirumsjón með rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Fjármálastjóri heyrir undir sviðsstjóra á fjármála- og stjórnsýslusviði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á fjármálastjórnun, lánastýringu og samskiptum við fjármálastofnanir
  • Gerð fjárhagsáætlana fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess
  • Yfirumsjón með gerð ársreiknings fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess
  • Ábyrgð á virku kostnaðareftirliti, reikningshaldi og uppgjöri
  • Yfirumsjón með bókhaldi, reikningagerð og innheimtu
  • Umsjón með gjaldskrám sveitarfélagsins og stefnumörkun í gjaldskrárvinnu
  • Teymisstjóri bókhalds, innheimtu og fjárreiðu
  • Ýmis umbótaverkefni sem snúa m.a. að framþróun á ferlum og kerfum eftir því sem við á
  • Ráðgjöf og fræðsla til sveitarstjórnar, stjórnenda og annars starfsfólks vegna mála er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum er skilyrði
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og farsæl reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð
  • Hæfni í greiningum og framsetningu gagna auk áhuga á nýtingu tækni til aukinnar skilvirki
  • Leiðtogahæfni og góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu kostur
  • Þekking og reynsla af Business Central bókhaldskerfi og H3 launakerfi er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki
  • 36 klukkustunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur6. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar