

Reynslumikill Business Central ráðgjafi
Vegna aukinna umsvifa leitum við að reynslumiklum ráðgjafa með brennandi áhuga á Dynamics 365 Business Central.
Hver erum við?
Við erum nýsköpunarfyrirtæki sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði upplýsingatækni.
Við erum markmiðadrifin og með áherslu á stöðugar umbætur og skilvirka teymisvinnu. Við leggjum áherslu á skapandi hugsun, samvinnu og árangur.
Að hverju erum við að leita?
Við leitum að reynslumiklum ráðgjafa í þjónustu við viðskiptavini sem nota Dynamics 365 Business Central
Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir nýjungum að ná markmiðum sínum, sem og viðskiptavina
-
Þú munt leiða innleiðingar á Dynamics 365 Business Central, tryggja að verkefni séu innleidd á tíma og mæti kröfum viðskiptavina
-
Þú munt vinna náið með viðskiptavinum í þarfagreiningum, veita ráðgjöf um „best practices“ og hönnun á sérlausnum í Business Central
-
Þú munt sinna uppsetningum og sérsníða Business Central til að uppfylla sérþarfir viðskiptavina hvað varðar verkflæði, skýrslur og samþættingar
-
Þú munt veita sérfræðiráðgjöf við prófanir og þjálfun til að tryggja framúrskarandi upplifun endanotenda
-
Þú munt koma að námskeiðahaldi og þjálfun fyrir viðskiptavini til að nýta Dynamics 365 Business Central á skilvirkan hátt
-
Þú munt vera í samstarfi við forritara og önnur tækniteymi til að tryggja árangursríka innleiðingu verkefna
-
Þú munt sinna bilanagreiningum og leysa flókin verkefni, veita sérfræðiráðgjöf og raunhæfar lausnir
-
Fylgjast með og tileinka þér nýjungar í Business Central og vera með frumkvæði í nýtingu þeirra fyrir viðskiptavini
-
Viðhalda sterkum viðskiptatengslum og veita þjónustu að innleiðingum loknum
-
Framúrskarandi reynsla af Dynamics 365 Business Central (Innleiðingum, stillingum og sérlausnum)
-
Yfirgripsmikil þekking á viðskiptaferlum og hvernig megi bæta þá með Dynamics 365 Business Central
-
Reynsla af því að leiða verkefni hjá viðskiptavinum, þarfagreiningum og þjónustuafhendingu
-
Framúrskarandi samskiptahæfileika til að byggja upp samskipti við viðskiptavini og innan teyma
-
Vinna sjálfstætt og í teymum
-
Grunnþekking á Microsoft Azure, PowerBI og Power Automate er kostur
-
Reynsla af bókhaldi er kostur
-
Viðskiptavinamiðuð nálgun með hæfileika til að bjóða raunhæfar og árangursríkar lausnir
-
B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegu
-
Vottun í Dynamics 365 Business Central eða tengdri tækni
-
Reynsla af ráðgjöf í fjárhagskerfum og fjárhagstengdum ferlum
-
Reynsla af Agile/Scrum þróunaraðferðum
-
Gagnkvæmt traust og sveigjanleiki í starfi
-
Heilbrigður vinnustaður með frábært mötuneyti og líkamsrækt
-
Fyrsta flokks tækni, frábært starfsumhverfi og öflugt félagslíf
-
Hvatning til að þróast í starfi og bæta við þig þekkingu og / eða tæknigráðum
-
Hjá okkur færðu tækifæri til að taka þátt í að þróa áfram spennandi lausnir með tæknina að vopni
-
Öflug velferðar-og heilsustefna
-
Styrkir, s.s. íþróttastyrk, samgöngustyrk o.fl.











