
Sérfræðingur á fjármálasviði
Við leitum að metnaðarfullum aðila til að sinna áætlunargerð og fjármálagreiningu hjá Bílaumboðinu Öskju, Dekkjahöllinni, Landfara og Bílaumboðinu Unu. Félögin eru dótturfélög Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn, og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Við leitum að einstaklingi með ríka greiningarhæfni sem getur sett gögn fram á skýran og áhrifaríkan hátt fyrir stjórnendur. Þetta er frábært tækifæri til að hafa mikil áhrif í samstarfi við stjórnendur, stuðla að enn frekari vexti fyrirtækjanna og byggja upp nýjar lausnir.
Um er að ræða lykilstöðu sem ætlað er að tryggja yfirsýn hjá fyrirtækjunum og styðja við ákvarðanatöku.
- Stýra undirbúningi og samþættingu á lykiltölum og fjármálaupplýsingum fyrir stjórnendur og tengda aðila.
- Greining gagna og stuðningur við stjórnendur í stefnumótandi ákvörðunum.
- Samhæfing fjárhagsáætlunar við markmið fyrirtækisins og þróun reglulegrar langtímaspár og stýring áhættu og tækifæra.
- Tryggja að endurskoðaðar spár séu í samræmi við nýjustu sölu- og rekstraráætlanir.
- Fylgjast náið með fjárstreymi og vinna með viðskipta- og rekstrarhópum til að tryggja sem bestan árangur.
- Framhaldsmenntun s.s. mastersgráða í reikningsskilum og endurskoðun eða fjármálum, löggiltur endurskoðandi eða önnur sambærileg menntun.
- Að minnsta kosti tveggja ára reynsla af fjármálagreiningu eða rekstrartengdum fjármálum.
- Þekking á IFRS og öðrum reikningsskilastöðlum.
- Reynsla og færni í notkun fjárhagskerfa og greiningartóla (t.d. BC og PowerBI).
- Framúrskarandi greiningarhæfileikar og skilningur á hvernig tölur eru nýttar til að bæta rekstur og mikil færni í að miðla flóknum fjármálaupplýsingum til stjórnenda.
- Haldbær reynsla af því að auka rekstrarárangur með eftirfylgni lykilmælikvarða, sviðsmynda- og frávikagreininga.
- Reynsla af eftirfylgni og greiningu á fjármálalegri áhættu og tækifærum.
- Reynsla af því að setja flókin gögn fram á hagnýtan og skýran hátt þannig að upplýsingarnar styðji við ákvarðanatöku í rekstri fyrirtækisins.
- Þekking á fjárstýringu.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá ný tækifæri til að auka skilvirkni.
- Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
- Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.













