Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun

Vilt þú skapa skipulag og árangur í flóknum tækniverkefnum?

Hugvit og tækni hjá Orkuveitunni leitar að reynslumiklum verkefnastjóra í hugbúnaðarþróun sem hefur brennandi áhuga á því að skapa skipulag og árangur í flóknum tækniverkefnum. Við leitum að einstaklingi sem nýtur þess að vinna í teymi, tengja saman fólk og tækni og láta hlutina gerast.

Þú munt leiða innleiðingu á Microsoft Finance & Operations (nýtt fjárhagskerfi Orkuveitunnar) sem styður við innviði Orkuveitunnar og dótturfélaga. Þú vinnur náið með forriturum, hönnuðum og hagsmunaaðilum og tryggir að verkefni séu unnin markvisst, af fagmennsku og með skýra sýn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja, stjórna og fylgja eftir verkefnum frá hugmynd til afhendingar.
  • Greina þarfir, setja fram markmið og fylgja eftir tímaáætlunum, kostnaði og gæðum.
  • Tryggja skilvirka samvinnu milli teyma og hagsmunaaðila.
  • Stýra upplýsingaflæði, halda utan um framvindu og skila reglubundnum stöðuskýrslum.
  • Bregðast við áskorunum og áhættum í verkefnum á skipulegan hátt.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Samskiptahæfni númer eitt tvö og þrjú þar sem verkefnið er drifið áfram af góðum samskiptum við alla hagsmunaaðila.
  • Þú hefur hæfileika til að byggja upp traust og hvetja teymi til árangurs.
  • Þú ert lausnamiðuð og skipulögð manneskja með góða hæfni til að forgangsraða og fylgja hlutum eftir.
  • Reynsla sem jafngildir IPMA-B vottun.
  • Þú hefur reynslu af verkefnastjórnun í hugbúnaðarverkefnum, t.d. sem verkefnastjóri, teymisstjóri eða scrum master.
  • Kostur er að þú þekkir ferli hugbúnaðargerðar.
  • Kostur ef þú hefur unnið með verkfæri á borð við Jira, Asana eða sambærileg kerfi.
Auglýsing birt1. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar