Símenntun á Vesturlandi
Símenntun á Vesturlandi

Verkefnastjóri hjá Símenntun á Vesturlandi

Símenntun á Vesturlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra í 100% starf með aðsetur á Akranesi. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekur starfsstöðvar á Akranesi og í Borgarnesi. Hlutverk okkar er að efla einstaklinga og atvinnulíf með fjölbreyttri sí- og endurmenntun á öllu Vesturlandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg umsjón, skipulagning og verkefnastjórn námskeiða og námsbrauta
  • Náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna
  • Framkvæmd raunfærnimats og ráðgjöf tengd því
  • Atvinnutengd ráðgjöf og þjónusta við vinnustaði á svæðinu
  • Umsjón með og/eða þátttaka í innlendum og alþjóðlegum þróunarverkefnum
  • Kennsla eftir þörfum og sérþekkingu
  • Þátttaka í teymisvinnu og stefnumótun starfseminnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem:
    • Kennsluréttindi eða kennslufræði fullorðinna
    • Náms- og starfsráðgjöf
    • Félagsráðgjöf
    • Verkefnastjórnun eða sambærilegt
  • Reynsla af fullorðinsfræðslu og/eða verkefnastjórnun er mikill kostur
  • Þekking á raunfærnimati og skipulagi framhaldsfræðslu er æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni í að tileinka sér nýjar tæknilausnir
  • Reynsla af markaðsmálum er kostur
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi starfsumhverfi
  • Sveigjanleika og möguleika á að hafa áhrif á þróun starfsins
  • Þverfaglegt samstarf við fagfólk í fullorðinsfræðslu
  • Tækifæri til að vaxa í starfi og þróa eigin færni
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akranes
Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar