
Leikskólakennari /leikskólaliði í leikskólann Björtuhlíð
Leikskólakennari/ leikskólaliði óskast í fullt starf í leikskólann Björtuhlíð. Bjartahlíð er 6 deilda leikskóli í Hlíðunum með tvær starfsstöðvar, önnur við Grænuhlíð 24 og hin í Stakkahlíð 19. Leikskólinn er aldursskiptur, yngri börnin (1-3 ára) eru í Stakkahlíð og þau eldri (3-5 ára) í Grænuhlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem skapandi umhverfi er stór partur af okkar daglega starfi. Næsta vetur erum við að fara í samstarf með þrem öðrum leikskólum í Reykjavík þar sem við munum dýpka vitnesku okkar gagnvar Reggio fræðunum. Einnig erum við að fara að innleiða Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna, þar sem lýðræði og réttindi barna verða tekin fyrir.Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru:Gleði - Samvinna - Jákvæðni.Starfið er laust í ágúst. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Því leitumst við eftir áhugasömum umsækjanda sem er tilbúinn að taka þátt í að skapa skemmtilegt og fræðandi umhverfi fyrir börnin okkar.Einnig leggjum við áherslu á góðan starfsanda þannig að hver og einn fái notið sín í starfi og fái notið styrkleika sinna í vinnu með börnunum.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, og eða önnur uppeldismenntun æskileg.
- Góð íslenskukunnátta algjört skilyrði. íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Reynsla af kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
- Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
- Íþróttastyrkur eftir 6 mánuði í starfi
- Frítt á söfn í Reykjavík og Borgarbókasafnið
- Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Íslenska










