
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Erum við að leita að verkefnastjóra eins og þér?
Hefur þú áhuga á að taka þátt í verkefnum sem stuðla að framtíðarvexti Isavia ANS?
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi verkefnastjóra til að ganga til liðs við öflugt teymi verkefnastjóra sem starfa innan tæknisviðs. Starfið er fjölbreytt og felur í sér verkefnastjórnun allt frá kerfisinnleiðingum, hugbúnaðarþróun og breytingarstjórnun. Verkefnin eru bæði innan sviðsins sem og þvert á fyrirtækið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra verkefnum af fagmennsku með áherslu á skipulagningu, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni
- Taka virkan þátt í mótun og uppbyggingu verkefnaumhverfis
- Móta og innleiða verkferla og vinnulag verkefnastjórnunartóla
- Miðla þekkingu, reynslu og veita stuðning til annarra verkefnastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, verkefnastjórnun
- Að minnsta kosti 3 ára reynsla af verkefnastjórnun
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Jákvætt hugafar og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur18. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Project Manager – Samey Robotics
Samey Robotics ehf

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Fylkis
Knattspyrnudeild Fylkis

Sérfræðingur í áhættustýringu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri á launadeild
Landspítali

Medical Writer - Clinical Evaluation
Nox Medical

Device Specialist
DTE

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Véla- og veituhönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í mælarekstri
Veðurstofa Íslands

Íþrótta- og frístundatengill
Íþróttabandalag Reykjavíkur

Framleiðslusérfræðingur
Marel