Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í áhættustýringu

Viltu taka þátt í að móta og þróa heildstæða áhættustýringu í líflegu og krefjandi umhverfi? Ef svo er, þá leitum við hjá Isavia/KEF að umbótamiðuðum einstaklingi í stöðu sérfræðings í áhættustýringu. Viðkomandi mun taka virkan þátt í innleiðingu heildstæðrar áhættustýringar og áhættustefnu og stuðla þannig að sterkri áhættumenningu innan félagsins. Við óskum eftir að ráða einstakling sem er drífandi, getur unnið sjálfstætt og hefur brennandi áhuga á að tryggja öruggt og skilvirkt rekstrarumhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni:

  • Taka virkan þátt í innleiðingu og reglubundnu viðhaldi heildstæðrar áhættustýringar og áhættustefnu félagsins
  • Framkvæma áhættugreiningar og áhættumöt, ásamt því að halda utan um og uppfæra áhættuskrá
  • Innleiða áhættutengda ferla og verklagsreglur 
  • Veita fræðslu og miðla upplýsingum um áhættutengd málefni  
  • Eftirfylgni með athugasemdum og ábendingum innri endurskoðenda
  • Taka þátt í störfum áhættunefndar og öðrum vinnuhópum tengdum áhættustýringu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, fjármálum eða verkfræði
  • Reynsla af áhættustýringu,  innra eftirliti, innri endurskoðun eða tengdum sviðum er kostur  
  • Þekking á ferlum og aðferðafræði áhættustýringar kostur
  • Reynsla af þátttöku í umbótaverkefnum og innleiðingu breytinga
  • Skipulags- og greiningarhæfni og umbótahugsun  
  • Frábær samskipta- og samstarfshæfni og geta til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan og aðgengilegan hátt 
  • Góð færni í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku 

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 20.nóvember 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Kristín Harðardóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar