

Gæðafulltrúi
Viltu hafa raunveruleg áhrif á gæða-, öryggis- og umhverfismál hjá leiðandi verktaka á Íslandi? Við leitum að gæðafulltrúa sem stuðlar að einföldum, skilvirkum og mælanlegum lausnum þvert á verkefni og þjónustudeildir. Starfið felur í sér þróun og umbætur á gæðakerfi Ístaks, stuðning við frávika- og umbótastarf á verkstöðum, og tryggja að gæðakröfur skili sér í daglegt verklag. Sem gæðafulltrúi vinnur þú þvert á deildir, átt í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk og stuðlar að því að gæða-, öryggis- og umhverfismál séu órjúfanlegur hluti af daglegu starfi.
Um ÍstakÍstak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff A/S. Félagið tekur að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði bygginga, virkjana, stóriðju, jarðvinnu, hafnargerðar, vega- og brúargerðar.
- Þátttaka í viðhaldi og þróun stjórnkerfa í samræmi við ISO 9001, ISO 45001 og ISO 14001.
- Þróa, einfalda og bæta ferla í gæða-, öryggis- og umhverfismálum.
- Þróa gæðaeftirlit og aðstoða við gerð gæðaáætlana á verkstöðum og í þjónustudeildum.
- Greina frávik og fylgja eftir umbótaverkefnum.
- Þátttaka í fræðslu og gerð fræðsluefnis, verklýsinga og annarra leiðbeininga.
- Menntun eða umfangsmikil starfsreynslu sem nýtist í starfi.
- Reynsla úr byggingariðnaði er kostur.
- Þekking eða reynsla af gæða- og umbótastarfi er æskileg.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að fá aðra með sér.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.











