Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Tækniteiknari

Vilt þú taka þátt í stafrænni þróun í mannvirkjagerð?

Vegna góðrar verkefnastöðu óskar Ístak eftir áhugasömum og öflugum tækniteiknara til starfa. Starfið heyrir undir BIM deild Ístaks, þar sem þú vinnur náið með öflugu teymi sérfræðinga.

Sem hluti af BIM teymi Ístaks tekur þú þátt í teikningagerð fyrir fjölbreytt verkefni, s.s. lagnir, burðarþol og forsteyptar einingar, en auk þess sinnir þú samræmingu, árekstrargreiningum og magntökum.

Ístak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff og tökum að okkur fjölbreytt verkefni á sviði bygginga, virkjana, stóriðju, jarðvinnu, hafnargerðar, vega- og brúargerð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Líkana- og teikningagerð
  • Vinna og rýni með hönnunargögn
  • Magntökur og úrvinnsla gagna
  • Árekstrargreiningar og samræming
  • Þátttaka í stöðugum umbótum og þróun innan BIM deildar
  • Samskipti við samstarfsaðila, s.s. verkefnastjóra Ístaks og hönnuði
  • Önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í tækniteiknun eða sambærileg menntun
  • Þekking og reynsla á Revit, Tekla Structures eða tengdum forritum
  • Reynsla í gerð og framsetningu burðarþolsteikninga og/eða framleiðsluteikninga forsteyptra eininga mikill kostur (en ekki skilyrði)
  • Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft Office
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, kunnátta í norðurlanda tungumáli er kostur
Fríðindi í starfi
  • Aðgang að öflugu þekkingarneti innan Ístaks og Per Aarsleff
  • Sterkt bakland í BIM/VDC, með áherslu á áframhaldandi þróun og nýsköpun
  • Tækifæri til að vaxa í starfi, sækja námskeið og taka þátt í þróun faglegra ferla
  • Fjölbreytt verkefni, þar sem þú hefur raunveruleg áhrif á framkvæmd og niðurstöðu
  • Vinnuumhverfi sem styður samvinnu, fagmennsku og stöðuga þróun

Nánari upplýsingar veittar í mannauðsdeild Ístaks á netfangi [email protected].

Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar