
Klíníkin Ármúla ehf.
Klíníkin er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð og er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík. Við Klíníkina starfa þrautreyndir sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar sem öll leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi. Markmið Klíníkurinnar er að greina vanda, ráðleggja um leiðir til lausna og framkvæma nauðsynlegar aðgerðir. Samstarf reyndra lækna og hjúkrunarfræðinga með mikla starfsreynslu hérlendis og erlendis tryggir gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Klíníkinni hvort sem um er að ræða læknamóttöku eða á skurðstofum og er mikil áhersla lögð á að tækjabúnaður uppfylli ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða. Hugmyndafræði Klíníkurinnar byggist á teymisvinnu og því að sinna sérþörfum sjúklinga og veita heildarþjónustu frá greiningu, skurðaðgerð og þar til annari meðferð lýkur.
Bókari - Klíníkin Ármúla
Klíníkin Ármúla leitar að skipulögðum og ábyrgum einstaklingi í starf bókara. Við leitum að aðila með góða þekkingu á bókhaldi og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af öflugu teymi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Traustur fjárhagur er forsenda þess að Klíníkin geti byggt upp sterka innviði, viðhaldið faglegum vinnubrögðum og veitt heilbrigðisþjónustu af hæsta gæðaflokki.
Um starfið:
- Starfshlutfall: 80–100%
- Vinnutími: Virkir dagar á dagvinnutíma.
- Ráðning er hugsuð til lengri tíma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefðbundin bókhaldsstörf og reikningagerð.
- Móttaka og skráning reikninga í rafrænu samþykktarkerfi.
- Afstemming bankareikninga og lykla, þ.á.m viðskiptamanna og lánadrottna.
- Undirbúningur fyrir árshluta- og ársuppgjör.
- Þátttaka í umbótaverkefnum á fjármálasviði.
- Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðurkenndur bókari eða háskólapróf í viðskiptafræði eða tengdum greinum.
- Reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu.
- Góð kunnátta í Excel og almenn tölvufærni.
- Greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptafærni og vilji til að vinna í teymi.
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun við verkefni.
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í persónutjónum
VÍS

Verkefnastjóri reikningshalds
Fóðurblandan

Starfsmaður á skrifstofu Útilífs
Útilíf

Verkefnastjóri á launadeild
Landspítali

Ráðgjafi einstaklinga - Austurland
Íslandsbanki

Tækniteiknari
Ístak hf

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Sérfræðingur í málefnum leik- og grunnskóla
Mennta- og barnamálaráðuneyti

Bókari óskast
Læknafélag Íslands

TDK Foil leitar eftir starfsmanni í móttöku fyrirtækisins á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Bókari í 50% starf
Nafnlaust fyrirtæki

Sérfræðingur á Úrræða- og þjónustusviði VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður