
Verkefnastjóri reikningshalds
Fóðurblandan leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem hefur áhuga á bókhaldi og fjármálum. Starfið hentar vel aðila sem hefur reynslu af bókhaldi og áhuga á að þróast í starfi og taka þátt í sjálfvirknivæðingu ferla. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri.
-
Færsla og afstemming bókhalds
-
Móttaka og skráning reikninga
-
Þátttaka í uppgjörum og skilum virðisaukaskatts
-
Aðstoð við notendur fjárhagskerfis (BC)
-
Þátttaka í sjálfvirknivæðingu bókhalds og umbótaverkefnum
-
Samskipti við endurskoðendur og innri aðila
-
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. í fjármálum, viðskiptafræði eða skyldum greinum
-
Reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu er kostur
-
Góð tölvukunnátta og færni í Excel
-
Kunnátta eða reynsla af Business Central (BC) er kostur
-
Áhugi á tækni, sjálfvirknivæðingu og stöðugum umbótum
-
Nákvæmni, jákvætt viðmót og gott skipulag
-
Áhugi á að læra, þróast og taka þátt í breytingum
Íslenska
Enska








