Útilíf
Útilíf
Útilíf

Starfsmaður á skrifstofu Útilífs

Við leitum að jákvæðum og nákvæmum einstaklingi í skrifstofustarf. Starfið hentar vel þeim sem hafa góða tölvukunnáttu, eru skipulögð og njóta þess að vinna í samstarfi við aðra.

Útilíf á sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem verslunin hefur verið hluti af áhugamálum og lífsstíl landsmanna síðan 1974. Útilíf rekur íþróttaverslun í Kringlunni ásamt útivistarverslun í Skeifunni 11. Þá rekur Útilíf einnig The North Face á Hafnartorgi.

Útilíf er áfangastaður, þar er gott að vera og versla – en er á sama tíma upphaf ævintýra og minninga. Við hvetjum fólk til að fara lengra og stefna að heilbrigðari sál í hraustum líkama, í sátt við umhverfið og samfélagið.

Útilíf leggur áherslu á að vera skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður sem stuðlar að vexti og ánægju starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka á móti vörureikningum og stofna vörur í birgða- og sölukerfi
  • Setja inn myndir og vörulýsingar fyrir nýjar vörur
  • Samskipti við innlenda og erlenda birgja
  • Vinna með bókhaldi við afstemmingu reikninga og fylgja eftir greiðslum
  • Svör við fyrirspurnum viðskiptavina
  • Almenn skrifstofustörf og aðstoð við annað starfsfólk eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð skipulags- og nákvæmnisvinna
  • Reynsla af innslætti gagna og notkun birgða- eða sölukerfa er kostur
  • Góð ensku- og tölvukunnátta (Microsoft Office, helst Excel)
  • Reynsla af Business Central er kostur
  • Mjög góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Frumkvæði og ábyrgð í starfi
Fríðindi í starfi

Góður starfsmannaafsláttur hjá Útilífi og The North Face Hafnartorgi

Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar