

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag. Deildin er 18 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga. Þar starfa um 70 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rut deildarstjóra.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
-
Almenn hjúkrun sjúklinga deildar
-
Skipuleggja hjúkrun sjúklinga og skrá meðferðir í samræmi við reglur spítalans
-
Fylgjast með nýjungum í faginu
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
-
Þátttaka í þróun og umbótum í starfsemi deildarinnar
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi
-
Faglegur metnaður
-
Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og frumkvæði
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og færni til að starfa í teymi
Íslenska




























































