

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild lyndisraskana - dagvinna
Við óskum eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa með okkur á göngudeild lyndisraskana í geðþjónustu Landspítala.
Innan göngudeildar lyndisraskana starfa eftirfarandi meðferðarteymi:
-
Áfallateymi
-
Átröskunarteymi
-
DAM-teymi
-
Geðhvarfateymi
-
Þunglyndis- og kvíðateymi
-
Öldrunargeðteymi
Starfsvettvangur er innan eins eða fleiri ofangreindra teyma og felst starfið meðal annars í mati á geðrænum og líkamlegum einkennum, teymisvinnu og þjónustu við aðstandendur. Á deildinni er lögð áhersla á góðan starfsanda, þverfaglegt samstarf og stöðugar umbætur. Í boði eru fjölbreytt tækifæri til vaxtar með markvissri þjálfun og starfsþróun og boðið er upp á faglega leiðsögn. Hjúkrunarfræðingur í meðferðareiningu lyndisraskana er virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan geðþjónustu Landspítala.
Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu. Vinnuvika í fullu starfi er 36 klukkustundir.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánar samkomulagi.
-
Þjónusta við notendur og aðstandendur þeirra
-
Málastjórn, geðfræðsla og heildrænn stuðningur við andlega og líkamlega heilsu notenda
-
Þátttaka í teymisvinnu og samvinna við önnur teymi/stofnanir
-
Þátttaka í umbóta- og gæðaverkefnum
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi
-
2-5 ára reynsla af starfi í geðþjónustu er kostur
-
Framhaldsmenntun í geðhjúkrun er kostur
-
Reynsla af málastjórn er kostur
-
Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
-
Einlægur áhugi á geðhjúkrun
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum og áhugi að þróa hlutverk hjúkrunar
-
Sveigjanleiki og hæfni til aðlaga þjónustu að fjölbreyttum þörfum notenda
-
Vilji til að starfa í þverfaglegu teymi
-
Stundvísi, áreiðanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Íslenska
Enska




























































