

Sjúkraliði á lager á skurðstofum í Fossvogi
Við óskum eftir að ráða sjúkraliða á lager á skurðstofum Landspítala í Fossvogi. Við leitum eftir jákvæðum einstaklingi sem hefur góða íslensku- og tölvukunnáttu og er tilbúin að móttaka, skipuleggja og ganga frá lagervörum. Unnið er í dagvinnu og er vinnutími er frá 07:30 - 15:30. Starfshlutfall er 80-100% og er ráðið í starfið sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 einstaklingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæft starfsfólk við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
- Ábyrgð og umsjón með á pöntunum á lager og skráning í lagerkerfi
- Umsjón með tiltektum fyrir skurðaðgerðir
- Umsjón með daglegu skipulagi, vörumóttöku og umgengni á lager
- Stuðlar að hagkvæmni í rekstri og góðri nýtinu lagervara
- Samskipti og samvinna við birgðastöð, innlenda birgja og Dauðhreinsun
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraliði
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði, skipulögð og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli er áskilin
- Hæfni til að vinna í teymi
Íslenska




























































