

Deildarlæknir á Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Við leitum að metnaðarfullum deildarlækni á Erfða- og Sameindalæknisfræðideild (ESD) í tímabundið til eins árs. Klínísk erfðafræði er hratt vaxandi svið og er þetta gott tækifæri til að kynnast faginu.
ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Þar er sérhæfð rannsóknarstofa ásamt göngudeild og ráðgjafaeiningu. Á rannsóknastofunni fara fram greiningar á erfðasjúkdómum, mat á erfðaáhættu (t.d. krabbameina) ásamt fósturskimun og nýburaskimun. Að auki sinnir deildin greiningu á áunnum erfðabreytingum í blóðsjúkdómum sem geta verið leiðbeinandi hvað varðar horfur og meðferð. Margvíslegar rannsóknartegundir eru framkvæmdar, allt eftir ábendingu, þá helst sameindaerfðafræði- og litningarannsóknir að auki við lífefnaerfðafræðirannsóknir.
Deildarlæknir mun vinna náið með þremur klínískum erfðafræðingum deildarinnar (sem eru Hans Tómas Björnsson, Svanborg Gísladóttir og Gloria Garcia) og þremur erfðaráðgjöfum ásamt öðru starfsfólki deildarinnar (barnalækni, hjúkrunarfræðingum, sérhæfðu starfsfólki rannsóknarstofunnar og sálfræðingi). Þessi staða mun leyfa einstaklingi að kynnast öllum sviðum erfðafræðinnar (almenn klínísk erfðafræði hjá börnum og fullorðnum, lífefnaerfðafræði efnaskiptasjúkdóma og greiningu á DNAi).
Starfið er tvíþætt, vinna á rannsóknarstofu og í sjúklingavinnu. Um dagvinna er að ræða en einnig er möguleiki á að taka þátt í vísindastarfsemi deildarinnar, allt eftir óskum.
-
Á rannsóknarstofu í samstarfi við erfðalækni:
-
yfirferð beiðna/tilfella
-
val á viðeigandi erfðarannsóknum
-
svörun og greining á niðurstöðum rannsókna, þ.á.m. túlkun og ráðgjöf tengd þeim
-
-
Á göngudeild og ráðgjafaeiningu í samstarfi við erfðalækni og erfðaráðgjafa:
-
mat á sjúklingum m.t.t. erfðasjúkdóma/ erfðaáhættu
-
val um hvaða og hvort erfðarannsóknir á að framkvæma
-
fylgja eftir og gefa niðurstöður með viðeigandi erfðaráðgjöf undir handleiðslu sérfræðings
-
-
Önnur tilfallandi verkefni:
-
konsúlt
-
vísindastarfsemi
-
kynningar
-
tilfellafundir ofl.
-
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi, sem samþykkt hefur verið af kennsluráði sérnámsgrunns, við upphaf starfs
- Íslenskt lækningaleyfi
- Að lágmarki B2 tungumálafærni í íslensku, nema um annað hafi verið samið sérstaklega
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð
Íslenska


















































