

Sérfræðingur á framleiðslueiningu ísótópastofu
Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum starfsmanni í fjölbreytt störf í okkar öflugu framleiðslueiningu á ísótópastofu Landspítala þar sem eru framleidd geislalyf til sjúkdómsgreiningar og í náinni framtíð einnig lyf til meðferðar sjúkdóma. Lyfjastofnun veitir framleiðslueiningunni leyfi til framleiðslu og tekur reglulega út gæðastjórnunarkerfi einingarinnar.
Á deildinni er lögð áhersla á öryggi, ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og nýliðun í stéttinni. Þá er lögð sérstök áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.
Um er að ræða 100% dagvinnu þar sem vinnudagur hefst ýmist kl. 6 eða kl. 8. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomu lagi.
Lögð er áhersla á gott samstarf og mun viðkomandi vinna í nánu samstarfi við fagstjóra og læknisfræðilegan eðlisfræðing deildarinnar.





























































