

Nýútskrifaðir iðjuþjálfar
Ert þú að útskrifast sem iðjuþjálfi og í leit að atvinnu?
Iðjuþjálfun vill ráða til starfa nýútskrifaða iðjuþjálfa sem hafa áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi í iðjuþjálfun Landspítala. Hægt er að starfa í bráðaþjónustu í Fossvogi/ Hringbraut, endurhæfingu við Landakot/ Grensás og í geðþjónustunni á Klepp/ Hringbraut/ Laugarás. Reynslumeiri iðjuþjálfar eru einnig velkomnir að sækja um.
Í boði eru fjölbreytt og lífleg störf, stór tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Auk þess eru góðir sí- og endurmenntunar möguleikar.
Á Landspítala starfa um 30 iðjuþjálfar og erum við staðsett á fjölmörgum starfsstöðvum. Teymisvinna er mikil og fjölbreytt verkefni og tilvalið fyrir nýja iðjuþjálfa að bætast í okkar flotta starfsmannahóp.
Starfshlutfall er 50-100% eða samkvæmt samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Við hvetjum þá sem útskrifast í vor að sækja um.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Íslenska




























































