

Sumarstörf 2026 - Iðjuþjálfanemi
Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í iðjuþjálfun fyrir sumarið 2026. Einstakt tækifæri til að kynnast störfum iðuþjálfa samhliða náminu.
Starfsstöðvarnar eru á bráðadeildum í Fossvogi og við Hringbraut, endurhæfingardeildum á Landakoti og Grensási og geðendurhæfing við Hringbraut og Kleppi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Ef ósk er um tiltekna staðsetningu vinsamlegast tilgreinið í reitinn annað með stuttum rökstuðningi.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.





























































